Undanfaraæfing vð Helgafell

  • lhg_undanfarar_03

Fimmtudagur 12. febrúar 2009

Fjallaæfing áhafnar TF-EIR, með nokkrum af undanförum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fór fram síðastliðinn laugardag við Helgafell. Æfingin fer fram einu sinni á ári og er samkvæmt samkomulagi við Slysavarnarfélagið Landsbjörgu.

Undanfarar Slysavarnarfélagsins skipuleggja síðan aðra árlega æfingu með stýrimönnum og læknum í þyrluáhöfnum LHG. Felst sú þjálfun í notkun mannbrodda, ísaxa og snjóflóðaleitar ýla og er stefnt að því að sú þjálfun fari fram 21. – 22. febrúar nk.

Meðfylgjandi eru skemmtilegar myndir sem voru teknar sl. laugardag af þeim Helga og Sveini, undanförum Landsbjargar.

12.02.2009/HBS

lhg_undanfarar_01


lhg_undanfarar_02


lhg_danfarar_04

lhg_undanfarar_05

lhg_undanfarar_06