Ingunnarskóli heimsækir varðskip

Mánudagur 16. Febrúar 2009

Nýverið fékk varðskip LHG heimsókn tíu ára barna úr Ingunnarskóla í Grafarvogi. Fór áhöfn varðskipsins með hópana um skipið og sýndu það helsta um borð. Má þar nefna ýmiskonar búnað s.s. hinar frægu togvíraklippur, farið var upp í brú, í forsetasvítuna, messann, setustofur áhafnar, vélarrúm og fleira.

Margar spurningar komu upp í huga barnanna og reyndi áhöfnin að svara þeim eftir bestu getu. Voru þau margs vísari eftir þessa heimsókn sem þótti heppnast sérstaklega vel.

16.02.2009/HBS

Ingunnarskoli