Sameiginleg æfing LHG og slökkviliðs Fjarðarbyggðar

Mánudagur 16. febrúar 2009

Fyrir skömmu var haldin á Reyðarfirði, sameiginleg eldvarnar- og reykköfunaræfing Landhelgisgæslunnar og slökkviliðs Fjarðarbyggðar. Einnig tóku þátt tveir leiðbeinendur frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins.

Æfingin fór fram í varðskipi LHG, var hún tvískipt og tók um níu klukkustundir.

Fyrri æfingin átti að eiga sér stað um borð í varðskipinu við bryggju, þar sem eldur hafði komið upp í afturlest skipsins. Var þriggja skipverja saknað en einn reykkafari  frá skipinu hafði farið þeim til bjargar og var hans einnig saknað.

Slökkvilið Fjarðabyggðar ásamt áhöfn varðskipsins unnu í sameiningu við að ráða við niðurlög eldsins og sendu m.a. reykköfunarteymi aftur á millidekkið og niðri afturlest, þar sem allt var fullt af reyk (gervireyk),  til þess að finna þá sem saknað var.

Í seinna skiptið var varðskipið - rússneskt skip sem átti að vera statt 30 sjómílur  austur af Reyðarfirði. Eldur kom upp í  ljósavélarýminu og var fjögurra skipverja saknað. Miklir tungumálaerfiðleikar áttu sér stað þar sem ensku kunnátta „rússnesku áhafnarinnar“ var ekki mikil. Slökkvilið Fjarðarbyggðar ásamt búnaði var svo ferjað um borð með léttbáti varðskipsins þar sem þeir börðust við eldinn ásamt því að finna þá týndu með hjálp rússnesku áhafnarinnar.

Æfingin, sem var bæði erfið og ný af nálinni fyrir Slökkvilið Fjarðabyggðar, þótti heppnast vel í alla staði og var samstarfið á milli áhafnar varðskipsins, Slökkviliðs Fjarðabyggðar og Höfuðborgarsvæðisins til fyrirmyndar. Sameigilegar æfingar sem þessi efla liðsheildina og treysta samvinnuna þegar til alvörunnar kemur.

16.02.2009/HBS

Myndir voru teknar af áhöfn varðskips LHG.

TYR_2_klarir_i_slaginn

Klárir í slaginn

TYR_3_lagt_a_radin

Lagt á ráðin

TYR_4_Lettabatur_flytur_slokkvili

Léttabátur flytur slökkvilið

TYR_5_Sjukl_fluttur

Sjúklingur undirbúinn fyrir flutning