Skipt um búnað á Hellisheiði eystri
Föstudagur 20 febrúar 2009
Í vikunni var gerður út leiðangur á Hellisheiði eystri til endurbóta á biluðum fjarskiptabúnaði sem Vaktstöð siglinga notar til að taka á móti skeytum frá skipum og bátum á norð-austurmiðum.
Tókst leiðangurinn mjög vel en eins og oft áður þegar mikið liggur við, var gott að geta leitað til björgunarsveitanna. Félagar í björgunarsveitinni Vopna fóru með starfsmann Neyðarlínunnar á heiðina og voru tvö ný loftnet voru sett upp í stað þeirra sem biluð voru. Ættu því skip og bátar að vera komin í gott samband við VSS.
Á heimasíðunni www.vopnafjordur.is kom fram að óvenju lítill snjór er á veginum upp á Hellisheiði miðað við árstíma og ekki reyndist mikið mál að komast upp á vel búnum björgunarsveitarbílum þrátt fyrir brattann og aðstæður .
Myndir tók Jón Sigurðarson
20.02.2009/HBS