Þyrlur LHG sækja alvarlega slasaða í Þykkvabæ

Föstudagur 20. febrúar 2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 14:07 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð Lögreglunnar um að þyrla Landhelgisgæslunnar yrði kölluð út vegna sprengingar sem varð í kartöfluverksmiðju í Þykkvabæ. Staðfest var að tveir menn væru alvarlega slasaðir.

Þegar útkallið barst var TF-EIR við æfingar á ytri höfninni. Kom þyrlan strax inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli, sótti þyrlulækni og fór í loftið að nýju kl. 14:29. Var hún var komin á slysstað kl. 14:55.

TF-GNA var komin í loftið kl. 14:38 og lenti á slysstað kl. 15:05. Ákveðið var að báðir sjúklingar yrðu fluttir á Borgarspítalann með TF-GNA sem fór í loftið frá Þykkvabæ kl. 15:21. Lent var við Borgarspítalann kl. 15:45.

Mynd Guðmundur St. Valdimarsson

20.02.2009/HBS