Æfing þyrluáhafna LHG í snjóflóðaleit
Mánudagur 23. febrúar 2008
Dagana 21.-23. febrúar fór fram æfing stýrimanna, flugvirkja og lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar með nokkrum af undanförum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar (SL).
Æfð var notkun snjóflóðáýlis, snjóflóðaleitarstanga, ísaxabremsa, notkun mannbrodda og sitthvað fleira tengt fjallamennsku. Undanfarar SL settu á svið snjóflóð og grófu tvær dúkkur í flóðið og tvær snjóflóðaýlur, eins og venja er fundust bæði dúkkur og ýlur.
Æfingin fer fran árlega og er partur af þjálfun þeirra sem starfa í cabin á þyrlum LHG.
Á hópmyndinni sem tekin er við björgunarsveitarbílinn eru talið frá vinstri : Dr. Felix LSH, Thorben LHG, Óskar LHG, Sveinn (Sissi) SL, Sverrir LHG, Daði (SL) Hrannar LHG, Vilhjálmur LHG, Major Herdís SL, Henning LHG, Björk SL og Auðunn LHG.
23.02.2009/HBS