TF-EIR kölluð út vegna fjórhjólaslyss

  • TF-EIR

Fimmtudagur 26. febrúar 2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-EIR var kölluð út um kl. 18:20 á fimmtudagskvöld þar sem karlmaður slasaðist og missti meðvitund í fjórhjólaslysi í Skorradal.

Erfitt var að komast að slysstaðnum landleiðina og var því óskað eftir aðstoð þyrlunnar, sem sótti manninn og lenti með hann við Landspítalann í Fossvogi á áttunda tímanum í gærkvöldi.

Myndina tók Guðmundur St. Valdimarssn

260209/HBS