Björgunarþyrlan Líf og flugvélin Syn farnar til Neskaupstaðar vegna slyss í sundlaug Eskifjarðar

Þriðjudagur 27. júní 2006.

Björgunarþyrlan Líf og flugvél Landhelgisgæslunnar Syn hafa verið sendar til Neskaupstaðar vegna mengunarslyssins sem átti sér stað í sundlaug Eskifjarðar um tvöleytið í dag.

Líf fór í loftið kl. 14:32 og Syn upp úr kl. þrjú. Auk áhafnar Syn eru um borð í flugvélinni fjórir læknar, tveir hjúkrunarfræðingar og þrír sjúkraflutningamenn.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.