TF-GNÁ sækir slasaðan vélsleðamann í Axarfjörð
Laugardagur 22. mars 2009
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 14:03 beiðni frá Neyðarlínunni um að þyrla yrði kölluð út vegna vélsleðaslyss við Sandfell í Axarfirði. TF-GNÁ fór í loftið kl. 14:38 en kl. 15:10 var beiðnin afturkölluð þar sem læknir á slysstað mat sjúklinga svo að vel væri hægt að flytja þá til Kópaskers.
Beiðni um þyrlu barst aftur kl.15:38 þar sem björgunarsveitarmönnum og lækni leist ekki á að flytja manninn af slysstað í 1,5 klst og síðan í 2 klst til Akureyrar. TF-GNÁ sneri við og var komin á slysstað um kl.17:00. Veður á slysstað var þá farið að versna, tók þyrlan þá slösuðu um borð og lent var á Akureyri kl.17:33. TF-GNÁ lenti í Reykjavik kl. 20:15.
220309/HBS