Gorch Fock við akkeri út á ytri höfninni

Reykjavík 25. mars 2009

Þýska skólaskipið Gorch Foch liggur nú við akkeri út á ytri höfninni í Reykjavík en skipið kemur að Miðbakka kl 10:00 í fyrramálið. Skipið fór frá Bergen í Noregi fyrir 13 dögum síðan. Er þetta 153. skólaferð skipsins en það fagnaði hálfrar aldar afmæli á síðasta ári.

Meðan skipið liggur við bryggju í Reykjavík mun áhöfn og liðsforingjaefni m.a. heimsækja Landhelgisgæsluna, hafnarstjóra, borgarstjóra, lögreglustjóra og  forstjóra Varnarmálastofnunar.

Um helgina verður skipið opið almenningi milli kl. 14:00-17:00.

Meðf. mynd var tekin í morgun af Jóni Páli Ásgeirssyni.

´250309/HBS

GorchF_ytri_hofn

Gorck Fock við akkeri