Öflugasta björgunar- og dráttarskip á Norðurslóðum

  • Vardskip_smidi_3D_teikning_2

Varðskipið Þór verður sjósett þann 29. apríl nk.

Nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna verður sjósett miðvikudaginn 29. apríl nk. í Asmar skipasmíðastöð sjóhersins í Chile. Verkið hefur gengið vel og allar kostnaðaráætlanir hafa hingað til staðist fullkomlega. Samkvæmt smíðasamningi nemur kostnaður 30 milljónum evra. Áætluð afhending skipsins er við upphaf næsta árs.

Skipið er af Harstad gerð og hannað af Rolls Royce Marine í Noregi.  Góð reynsla er af skipinu en norska strandgæslan hefur verið með samskonar skip frá árinu 2005 í sínum rekstri.   Skipið er 4.250  brúttotonn, 93,65 metrar að lengd og 16 metra breitt.  Dráttargeta er 120 tonn og ganghraði 19,5 sjómílur.  Skipið er búið tveimur 4.500 kw aðalvélum.  Til samanburðar má nefna að varðskipið Týr er 71 metra langt og 10 metra breitt með 56 tonna dráttargetu. 

Við sjósetningu verður skipinu gefið nafn og varð nafnið Þór fyrir valinu en skip Landhelgisgæslunnar hafa áður borið það nafn.  Fyrsta björgunarskipið sem kom til landsins bar nafnið Þór en það var upphaflega keypt af Björgunarfélagi Vestmannaeyja þann 26. mars árið 1920 til björgunarstarfa við Vestmannaeyjar en varð svo síðar upphafið að stofnun Landhelgisgæslunnar árið 1926.  Varðskip í þjónustu Landhelgisgæslunnar hafa borið þetta nafn frá þessum tíma og allt til ársins 1986.  Nafnið fór svo úr eigu Landhelgisgæslunnar til útgerðarfélagsins Stálskipa ehf í Hafnarfirði en Guðrún Lárusdóttir framkvæmdastjóri þess fyrirtækis hefur heimilað Landhelgisgæslunni að nýta nafnið.  Útgerðarfélag Guðrúnar gerir meðal annars út togarann Þór HF4 sem hefur reynst mikið happafley. 

Feril smíðinnar má sjá á heimasíðu Landhelgisgæslunnar hér

Von er á Harstad, skipi norsku strandgæslunnar til Reykjavíkur í byrjun júní og verður skipið opið almenningi á sjómannadaginn 7. júní.  

Vardskip_smidi_3D_teikning_fra_sjo

Mynd 1 Tölvuteikning Þór

Smidi_Bruin_umbord2

Mynd 2 Smíði, frágangur á brú skipsins. Mynd: Mogens Hald, Chile.

Smidi_bru_komin

Mynd 3 Brú skipsins komin. Mynd: Mogens Hald, Chile.

KVHarstad_brann

Mynd 5 Harstad - skip norsku strandgæslunnar við slökkvistörf
Mynd: Norska strandgæslan

KVHarstad_slepebatberedskap

Mynd 6. Harstad við öryggis- og eftirlitsstörf. Mynd: Norska strandgæslan

Harstad2

Mynd 7 Harstad  á siglingu. Mynd: Norska strandgæslan