TF-LIF klár í verkefni
Miðvikudagur 8. apríl 2009
Þau ánægjulegu tíðindi bárust í dag frá flugdeild Landhelgisgæslunnar að TF-LIF er að nýju klár í verkefni eftir að hafa verið í 500 tíma skoðun og bið eftir varahlut frá því í janúar. Eru nú allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar, LIF, GNA og EIR til taks ásamt flugvélinni TF-SYN og eru nokkrar æfingar áætlaðar yfir páskahelgina.
080409/HBS