Ný hafnarkort Bíldudalur og Tálknafjörður

Mánudagur 4. maí 2009

Nýlega lauk Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar gerð tveggja nýrra hafnakorta. Kortin eru af hafnarsvæði Tálknafjarðar og Bíldudals og byggja á dýptarmælingum Sjómælingasviðs og Siglingingastofnunar.

Kortin tilheyra nýrri kynslóð hafnarkorta en frá árinu 1997 þegar útgáfa korta í þessum flokki hófst hafa verið gefin út 23 kort. Með kortunum af Tálknafirði og Bíldudal eru kortin orðin 25 talsins. Kortin eru unnin með hugbúnaði frá kanadíska fyrirtækinu CARIS eins og önnur íslensk sjókort. Hafnarkortin eru prentuð hjá Landhelgisgæslunni jafnóðum og pantanir berast í blaðstærð A3 í mælikvarðanum 1:10.000.

Upplýsingar um sjókort er að finna í kortaskrá Sjómælingasviðs.

040509/HBS

Kort_K411_Tal_240409

Hafnarkort af Tálknafirði nr. 411

Kort_K412_Bil_240409

Hafnarkort af Tálknafirði nr. 412