Þyrlubjörgun á sjó æfð með Kajakklúbbnum

  • EIR

Þriðjudagur 5. maí 2009

Kajakklúbburinn hélt um helgina sína árlegu sumarhátíð við Geldinganes og var af því tilefni ákveðið, í samráði við Landhelgisgæsluna, að æfa þyrlubjörgun á sjó.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR sveif um hádegi á laugardag yfir svæðið og staðnæmdist fyrir ofan kajakræðara sem reyndu það að vera undir háværum spöðum þyrlunnar.  Sigmaður seig niður úr þyrlunni,  tók kajakræðara í björgunarlykkju og voru þeir hífðir upp í þyrluna. Ræðaranum var að því loknu slakað niður til félaga sinna. Gekk æfingin mjög vel, var hún gagnleg báðum aðilum og mikil ánægja hjá Kajakklúbbnum með að fá tækifæri til að æfa og fylgjast með  þyrlubjörgun á sjó.

Hér má sjá myndband frá æfingunni.