Útkall vegna tilkynninga um reyk A - af Garðskaga

Þriðjudagur 9. júní 2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk í kvöld tilkynningu frá þremur aðskildum aðilum, tveimur sjófarendum og einum aðila á landi sem urðu varir var við reyk Austur af Garðskaga. Ekki er vitað um skip eða báta á þessum slóðum og er því talið nauðsynlegt að kanna málið nánar.

Stjórnstöðin kallaði samstundis út björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Sandgerði og Hafnarfirði, auk þess björgunarbát Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Reykjanesbæ og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Einnig var varðskipi Landhelgisgæslunnar beint á svæðið en skipið var statt vestur af Reykjanesi.

090609/HBS