Mikil mildi að þyrlulæknir var um borð

15. júní 2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var nýverið kölluð út eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um fótbrotinn vélsleðamann nærri Sandsúlum á Snæfellsjökli. Upplýsingar um ástand hins slasaða voru frekar óljósar, aðeins að maðurinn væri þungt haldinn.

Kölluð var út þyrluvakt á B vakt þar sem A vakt var í verkefni á Norðurlandi og var þyrlulæknir þar staddur. Var ákveðið að kalla til annan lækni þar sem ekki lágu nægar upplýsingar fyrir um líðan hins slasaða. Flogið var beint á staðinn í sjónflugi og lent skammt frá slysstað en þangað var maðurinn fluttur með jeppa. Var þá búið að setja spelku á fót hins slasaða, hann kominn með hálskraga og á bakbretti.

Var hann fluttur yfir í þyrluna og síðan flogið beint heim í sjónflugi. Mikil mildi var að læknir var í þyrlunni því í fluginu var maðurinn óstabíll og mjög kaldur. Honum var gefið súrefni, sett upp nál og gefinn heitur vökvi í æð og róandi lyf. Þegar lent var við Landspítalann í Fossvori var maðurinn orðinn rólegri vegna þeirra lyfja sem hann hafði fengið. Grunur var um bort á sköplung hægri fótar og upphandleggsbrots.

150609/HBS