Sigið niður í sprungu skriðjökuls
Fimmtudagur 18. júní 2009
Eins og gefur að skilja þurfa starfsmenn Landhelgisgæslunnar að vera viðbúnir að glíma við ólíkar aðstæður í björgunarstörfum. Veigamikill þáttur í starfi þeirra er því að þjálfa vandlega vinnubrögð við björgun. Á meðfylgjandi myndum má sjá hrikalegar aðstæður þegar þyrla Landhelgisgæslunnar fór nýverið í æfingaflug að skriðjökli sem heitir Norðurjökull og er í Langjökli við Hvítárvatn. Sigmaður seig niður í sprungu og var umkringdur fallegu en á sama tíma ógnvekjandi umhverfi jökulsins....
Myndir: Flugdeild Landhelgisgæslunnar.