Björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson aðstoðar strandveiðibát

Sunnudagur 5. júlí 2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um kl. 13:00 í dag beiðni um aðstoð frá fjögurra tonna strandveiðibáti með einn mann um borð sem staddur var við Vestrahraun á Faxaflóa eða um 22 sjómílur Vestur af Reykjavík, hafði báturinn fengið netadræsu í skrúfuna.

Kallaði stjórnstöð út Björgunarskipið Ásgrím S. Björnsson sem fór til aðstoðar og dró bátinn til lands. Komið var til Reykjavíkur um kl. 19:00 í kvöld.

AsgrimurSBjornsson
Björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson
Mynd Jón Páll Ásgeirsson


050709/HBS