Þyrla kölluð út vegna slyss á Barðaströnd
Sunnudagur 5. júlí 2009
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kl. 22:00 í kvöld eftir að Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og bað um aðstoð þyrlunnar vegna slyss sem varð þegar maður féll 3-4 metra af húsþaki á Barðaströnd. Var maðurinn meðvitundarlaus þegar læknir kom á staðinn um hálftíma eftir slysið. Læknir úr þyrluáhöfn ræddi við lækninn á staðnum og talið var nauðsynlegt að sækja hinn slasaða með þyrlu. Þyrlan lenti við Haga á Barðaströnd kl. 23:20 þar sem sjúkrabifreið beið með hinn slasaða, var hann þá kominn til meðvitundar. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl. 00:20.
050709/HBS