Þyrla LHG kölluð út til aðstoðar erlendum ferðamanni

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf var kölluð út um kl. 1300 á þriðjudag eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá Neyðarlínunni.

Einnig voru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Austur- og Norðurlandi kallaðar út. Um er að ræða erlendan ferðamann sem talinn var beinbrotinn í ánni Kreppu norðan Vatnajökuls. Var maðurinn einn á ferð, náði að hringja á aðstoð en ekki var nákvæmlega vitað um staðsetningu hans. Björgunarsveitarmaður á ferðalagi var fyrstur á staðinn gat hann gefið þyrlunni upp nákvæma staðsetningu á hinum nauðstadda, var hann kominn hálfa leið til mannsins en ekki var talið óhætt að fara út í mesta fljótið þar sem maðurinn var staðsettur.

TF-Líf náði á lenda á sandeyri í ánni kl. 14:25 þar sem maðurinn var í sjálfheldu. Hafði hann dottið og lent í talsverðum hremmingum en náði að komast á sandeyrina. Var hann kaldur og hrekinn þegar hann kom um borð í þyrluna.

Lent var með manninn á Reykjavíkurflugvelli kl. 16:10.

120809/HBS