Skátar heimsækja varðskip Landhelgisgæslunnar

12. ágúst 2009

Varðskip Landhelgisgæslunnar fékk í morgun heimsókn útilífsskóla skátafélagsins Svana á Álftanesi. Um tuttugu börn á aldrinum 7-9 ára ásamt skátaforingjum fengu leiðsögn um skipið og voru margar spurningar lagðar fyrir áhöfn varðskipsins sem svaraði þeim af bestu getu.

Greinilegt var að heimsóknin vakti mikla lukku. Heimsóknin er ekki síður skemmtileg fyrir áhöfnina sem fær innsýn í hvernig yngri kynslóðin upplifir störf og verkefni varðskipanna.

skatarSvanir´

Skátafélagið Svanir á þyrludekkinu.

12.08.09/HBS