Bilun í sjálfvirku tilkynningaskyldunni

14. ágúst 2009

Bilun var í sjálfvirku tilkynningaskyldunni ( STK) um allt land frá kl. 03:40-08:00 sl. nótt, nema á N-verðum Vestfjörðum og NA- landi. Af þeim sökum voru skip búin Racal tækjum (rauði kassinn) ekki í vöktun hjá Vaktstöð Siglinga og neyðarhnappur þeirra tækja óvirkur. Skip sem búin eru AIS og Inmarsat tækjum voru hinsvegar í vöktun.

Samskonar bilun kom upp aðfaranótt 13. ágúst og stóð hún yfir í 4 klukkustundir.

stk_taeki

Racal tæki

140809/HBS