Handfærabátur tekinn við meintar ólöglegar veiðar

18. ágúst 2009

Baldur, eftirlits- og sjómælingabátur Landhelgisgæslunnar stóð í morgun handfærabát að meintum ólöglegum veiðum í skyndilokunarhólfi á Fljótagrunni vestan við Siglufjörð. Var honum vísað honum til hafnar á Siglufirði þar sem málið fór í hendur lögreglunnar. Skyndilokun svæðisins tók gildi kl. 23:00 í gærkvöldi en þar gildir bann við línu- og handfæraveiðum. Nánar hér.

Samkvæmt skipstjóra Baldurs hafa mælingar þeirra sl. vikuna leitt til þriggja skyndilokanir en þeir hafa farið um borð í tuttugu og einn bát í samvinnu við starfsmenn Fiskistofu sem eru með þeim í för.

180809/HBS

Baldur_2074.__7._agust_2007