Aðhaldsaðgerðir kalla á takmörkun flugtíma og athafna

Sunnudagur 24. ágúst 2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í gær kl. 12:32 útkall Alfa þegar 67 ára maður fékk hjartastopp á Herðubreið. Áður en þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF var send af stað var maðurinn úrskurðaður látinn. Í samráði við Slysavarnarfélagið Landsbjörgu var ákveðið að Landhelgisgæslan fengi þyrlu frá Norðurflugi til að sækja hinn látna. Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar væri þá reiðubúin í útkall ef á þyrfti að halda.

Meta þarf hvert útkall sem berst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og hafa ber í huga að aðhaldsaðgerðir kalla á takmörkun flugtíma og athafna hjá björgunarþyrlum Gæslunnar.

240809/HBS