Baldur í samstarfsverkefni Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar

Miðvikudagur 26. ágúst 2009

Sjómælingabáturinn Baldur kom til hafnar síðastliðinn sunnudag, þann 23. ágúst eftir tólf daga eftirlitsferð um SV-, NV- og NA-land. Gekk ferðin ágætlega en hún var farin í samstarfi við Fiskistofu. Farið var um borð í tuttugu og eitt skip í ferðinni en sambærileg ferð var farin fyrr í sumar sem einnig var samstarfsverkefni með Fiskistofu, var þá farið til eftirlits í tuttugu og þrjú skip.

Í ferðinni var Baldri einnig falið að renna fjölgeislamæli/multi beam yfir olíuflekk sem eftirlitsflugvélin TF-SIF tilkynnti um í flugskýrslu í júlí mánuði. Upptök olíuflekksins voru á stað 64°35.5N – 023°03.5W. Á stað 64°35.8N – 023°03.3W fann mælirinn þúfu á botninum sem mælist 95 mtr löng, 13 mtr breið og um 8 mtr á hæð og liggur hún í N-S stefnu. Unnið úr gögnum fjölgæslamælinganna innan Sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar.

Myndir úr ferðinni teknar af Gunnari Erni Arnarsyni, skipherra.

Baldur_Eftirlit1

Baldur_Eftirlit2

Baldur_Eftirlit3

Baldur_Eftirlit_afstad

 

260809/HBS