Varðskipið Týr við eftirlit í Síldarsmugunni

Fimmtudagur 27. Ágúst 2009

Varðskipið TÝR var í gær við eftirlit í Síldarsmugunni sem er alþjóðlegt hafsvæði Norðaustur Atlandshafs fiskveiðinefndarinnar (NEAFC). Í Síldarsmugunni eru stödd um þrjátíu skip, meirihluti þeirra er staðsett norðarlega á svæðinu eða ANA af Jan Mayen.
Skipin eru frá Rússlandi, Portúgal, Spáni, Færeyjum og Póllandi.

Meðfylgjandi myndir sýna varðskipsmenn á leið til eftirlits um borð í rússneska togarann MORSKOY PRIBOY en togarinn var við veiðar á kolmuna í flottroll.

Að sögn skipherra hefur ferðin gengið ágætlega og var þokkalegt veður á svæðinu. Fyrirhugað er frekara eftirlit.

TYR_Smuga_1
Léttbátur varðskipsins á leið yfir í togarann.

TYR_Smuga_2
Varskipsmenn fara upp leiðara (stiga) um borð í togarann.
Í stórum skipum getur verið hátt að fara upp leiðarann, ekki fyrir lofthrædda.

Ljósmynd TÝR, Jón Kr. Friðgeirsson.

270809/HBS