Málefni Norður-Íshafsins ofarlega á baugi aðalfundar strandgæslna og sjóherja

Föstudagur 2. október 2009

Yfirmaður norska flotans, en undir hann falla málefni strandgæslunnar, tók í morgun við formennsku samtaka strandgæslna og sjóherja af Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar á fundi samtakanna sem haldinn var á Akureyri. Almenn ánægja var með fundinn þar sem málefni Norður- Íshafsins voru ofarlega á baugi auk þess sem samtökin telja afar mikilvægt að beita sér fyrir aðstoð við þróunarríki vegna öryggismála á hafinu þar sem smygl eiturlyfja helst oft á tíðum í hendur við ólöglegar fiskveiðar og árásir sjóræningja. Undirstrikað var mikilvægi virkrar upplýsingamiðlunar og miðlunar reynslu á sviðum samtakanna sem varða öryggismál á hafinu, smygl eiturlyfja, ólöglega innflytjendur, fiskveiðieftirlit, leit og björgun auk tæknisamvinnu.

NACGF_formskipti
Arild-Inge Skram, yfirmaður norska flotans tekur við formennsku NACGF
af Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar.

Um fjögurhundruð manns tóku þátt í björgunar- og mengunarvarnaæfingu sem fram fór samhliða fundinum þar sem skemmtiferðaskipið Oceana með tvöþúsund og áttahundruð manns innanborðs rakst á grynningar á N-Atlantshafi og sendi út neyðarkall sem barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga á þriðjudagsmorgunn. Virkjuð var samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð, útibú hennar á Akureyri ásamt björgunarmiðstöðinni í Southamton. Í samráði við skipherra íslensks varðskips á svæðinu sem annaðist aðgerðastjórn var ákveðið að koma öllum farþegum af skipinu í öryggisskyni ásamt stærstum hluta áhafnar. Leitað var til allra tiltækra skipa á svæðinu, þ.á.m. erlendra varðskipa sem stödd voru í nágrenninu. Vegna aðstæðna ráku nokkrir björgunarbátar frá skipinu og hófst leit að þeim einnig var undirbúin var móttaka skipbrotsmanna auk þess sem fundin var lausn á hvar best væri að taka á móti þeim.

NACGF_hifa
Frá björgunaræfingu, sigið niður í varðskip

Í framhaldinu fór fram mengunarvarnaæfing þar sem skipinu var náð á flot og komið í veg fyrir olíuleka sem mengar fiskimið og veldur öðrum skaða. Notaður var mengunarvarnabúnaður Akureyrarbæjar sem er í vörslu slökkviliðs Akureyrar. Æfingin nýttist einkar vel og allir aðilar sammála um gagnsemi hennar. Hluti æfingarinnar var svokölluð skrifborðsæfing þar sem samskipti eru höfð á milli björgunarstöðva við norðanvert Atlantshaf án þess þó að aðgerðir séu settar í gang en varðandi hluta hennar eru aðgerðir settar í gang.
NACGF_vardskip
Varðskip Landhelgisgæslunnar annaðist aðgerðarstjórnun

Meðal þatttakenda voru; Norskt varðskip, danskt varðskip með þyrlu, íslenskt varðskip, þrjú björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar, TF-SIF – eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, starfsmenn ýmissra stofnana og samtaka sem eru í áhöfn Samhæfingarstöðvarinnar í Skógarhlíð, varðstjórar í Vaktstöð siglinga / Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, starfsmenn Umhverfisstofnunar, starfsmenn bandarísku strandgæslunnar sem aðstoðuðu við skipulagningu og fleira., Slökkvilið Akureyrar, björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Eyjafjörð auk starfsmanna Carnival UK sem er í eigu útgerða skemmtiferðaskipa, þeir eru P&O Cruises, Cunard, Princess Cruises, Ocean Village, Seabourn Cruise Line, Holland America Line, Carnival Cruises, AIDA and Costa
á Bretlandi. Sinntu Carnival UK  hlutverki skemmtiferðaskipsins og útgerðar þess.

NACGF_hopur
Fundargestir á Akureyri

021009/HBS