Þyrla Landhelgisgæslunnar við eftirlit ásamt lögreglu

  • EIR

Sunnudagur 8. nóvember 2009

Æfingaflug þyrlu Landhelgisgæslunnar var um helgina nýtt til eftirlits ásamt lögreglunni á Selfossi. þar Lent var við Botnssúlur þar sem afskipti voru höfð af tveimur rjúpnaskyttum sem grunaðir voru um að hafa veitt á landsvæði þjóðgarðsins en þar eru veiðar stranglega bannaðar. Afli þeirra var gerður upptækur svo og veiðarfæri.

Lent var á tveimur öðrum stöðum þar sem kannað var hvort skyttur væru með veiði og skotvopnaleyfi. Flestir voru með allt sitt á hreinu, fyrir utan tvo sem ekki voru með veiðikort meðferðis, því voru vopnin tekin af þeim.

Rjúpnaveiðitímabilið í ár hófst um síðustu helgi og stendur fram í fyrstu vikuna í desember. Lögreglan annast eftirlit með rjúpnaskyttum meðan á veiðum stendur og nýtur til þess aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar.