Þyrla við gæslu á Norðurmiðum - einnig farið í eftirlit með lögreglunni á Norðausturlandi

  • EIR

Mánudagur 16. nóvember 2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar var um helgina við gæslu á Norðurmiðum þar sem flogin var grunnslóð frá Hrútafirði til Axarfjarðar. Einnig fór þyrlan í rjúpnaveiðieftirlit með lögreglunni á Norðausturlandi.

Haft var auga með utanvegaakstri en einnig var þyrlunni lent þar sem veiðimenn voru á ferð og athugun gerð á leyfum þeirra og byssum. Dæmi voru um að byssur væru ekki vera skráðar en einnig voru veiðimenn með ólöglegar byssur sem lögreglan gerði upptækar á staðnum.