Danski sendiherrann kynnir sér starfsemi Landhelgisgæslunnar

Miðvikudagur 11. nóvember 2009

Søren Haslund, sendiherra Danmerkur kynnti sér í morgun starfsemi Landhelgisgæslunnar þegar hann ásamt eiginkonu sinni Karen Haslund og konsúl sendiráðsins, Lise Hafsteinsson kom í sína fyrstu heimsókn til Landhelgisgæslunnar en sendiherrann tók við stöðu sinni í septemberbyrjun. Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á móti gestunum ásamt Halldóri B. Nellett, framkvæmdastjóra Aðgerðasviðs, Ásgrími L. Ásgrímssyni framkvæmdastjóra stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og Gylfa Geirssyni, forstöðumanni.

Helstu áherslur í starfsemi Landhelgisgæslunnar voru kynntar gestunum sem og mikið samstarf Landhelgisgæslunnar við danska flotann í gegn um tíðina. Fjallað var um starfssvið Landhelgisgæslunnar s.s. öryggis- og löggæslu, eftirlit, leit og björgun á íslenska hafsvæðinu,
aðstoð við björgun og sjúkraflutninga á landi, sprengjueyðingu, sjómælingar og sjókortagerð. Einnig var fjallað um öflun, miðlun og greiningu gagna sem og alþjóðlegt samstarf á sviðum starfseminnar.

Landhelgisgæslan og danski flotinn hafa um árabil átt í góðu samstarfi, einkum á sviði eftirlits- og öryggismála. Í janúar 2007 var undirritaður samningur um nánara samstarf milli Landhelgisgæslunnar og danska flotans er varðar leit, eftirlit og björgun á Norður- Atlantshafi og hefur samkomulagið styrkt samband þjóðanna á þessum sviðum. Samstarf Íslendinga og Dana er afar mikilvægt fyrir öryggi við Íslandsstrendur sem og vegna fyrirsjáanlegra breytingar á siglingaleiðum um Norður-Íshafið.

Danski_Sendih_flugsk3-1

Thorben J. Lund, yfirstýrimaður, Walter Ehrat, flugrekstrarstjóri, Lise Hafsteinsson, konsúll sendiráðsins, Søren Haslund, sendiherra Danmerkur, Karen Haslund,
Georg Kr.Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Halldór B. Nellett,
framkvæmdastjóri Aðgerðasviðs.

DanskiSendih_flugsk1-1
Thorben J. Lund, yfirstýrimaður, Walter Ehrat, flugrekstrarstjóri, Søren Haslund, sendiherra Danmerkur, Lise Hafsteinsson, konsúll sendiráðsins,
Georg Kr.Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Karen Haslund,

DanskiSendih_koma2-1
Tekið á móti gestunum við flugskýli Landhelgisgæslunnar.

DanskiSendih_Sif_skyli

Sif, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar vakti athygli gestanna.