Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan skipverja um borð í erlent flutningaskip

  • NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104

Sunnudagur 22. nóvember 2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á sunnudag beiðni um að þyrla Landhelgisgæslunnar yrði kölluð út vegna skipverja með botnlangakast um borð í erlendu flutningaskipi sem statt var suður af landinu á siglingu yfir Atlantshafið. Skipið sigldi á fullri ferð í átt til Vestmannaeyja þar sem það mætti þyrlunni um kl. 05:00 á mánudagsmorgunn, þegar skipið var um 30 sjómílur frá landi. Ákveðið var að björgunin yrði framkvæmd með þessum hætti þar sem skipverjinn var ekki metinn í lífshættu.

Samkvæmt verklagsreglum Landhelgisgæslunnar er ekki flogið með þyrlum hennar lengra en 20-30 sjómílur á haf út þegar aðeins ein þyrluáhöfn er á vakt en sem stendur er ekki bakvakt til staðar. Öðru máli gegnir þegar tvær þyrluvaktir eru tiltækar.

Mynd Doug Elsey