Áhöfn Ásgríms S. Björnssonar heimsækir flugdeild Landhelgisgæslunnar
Miðvikudagur 25. nóvember 2009
Áhöfn Ásgríms S. Björnssonar, björgunarskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargar heimsótti í gærkvöldi Flugdeild Landhelgisgæslunnar. Magnús Örn Einarsson sigmaður /stýrimaður og Helgi Rafnsson spilmaður/flugvirki tóku á móti hópnum og útskýrðu hvað gerist þegar þyrlan fer í útkall og hlutverk stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í þeim.
Að því loknu skoðaði hópurinn þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar og fékk auk þess góðan tíma til spurninga og spjalls. Flugdeildin æfir reglulega með skipinu á ytri höfn Reykjavíkur og eru æfingarnar afar gagnlegar fyrir þjálfun áhafna. Nauðsynlegt er fyrir áhafnir þyrlu og björgunarskips að hittast utan æfinga þar sem skipst er á reynslusögum og það rætt sem betur mætti fara.
Hópurinn staddur í flugumsjón þar sem áhöfn kemur saman fyrir flug
Magnús Örn og Helgi sýna hópnum Líf.
Björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson. Mynd Jón Páll.