Björgunarmiðstöðin styrkir Barnahjálp S.Þ.

Rauða nefið sett upp eftir aðventuhlaupið 4. desember

Fulltrúar frá Landhelgisgæslunni, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, Almannavörnum og Neyðarlínunni settu í dag upp rauð nef en markmiðið er að vekja athygli á degi rauða nefsins, söfnunarátaki til styrktar verkefnum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um allan heim.

Fjölmargir vinnustaðir ætla að setja upp rauð nef og gera sér glaðan dag 4. desember nk. þegar dagur rauða nefsins verður haldinn hátíðlegur. Björgunarmiðstöðin í Skógarhlíð verður með aðventuhlaup eða göngu þar sem boðið er upp á tvær vegalengdir 3 km. og 7 km. en allir þeir sem koma í mark fá rauða nefið. Markmiðið með degi rauða nefsins er einmitt að „gleðjast og gleðja aðra um leið og bágstöddum börnum um allan heim er rétt hjálparhönd“ að því er segir í fréttatilkynningu.

Raudnef2009_8153

Mynd Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, SL