Siglingar erlendra skipa um lögsöguna algengar
Fimmtudagur 3. desember 2009
Samkvæmt ferilvöktunarkerfum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar eru þrjú erlend skip sem ekki hafa tilkynnt siglingu innan hafsvæðisins. Eru þetta 27 þús brúttótonna olíuskip, 23 þús brúttótonna flutningaskip og 48þús brt. „búlkari. Haft samband við skipin sem bregðast vel við og senda strax viðeigandi tilkynningar. Er olíuskipið að koma frá Mongstad áleiðis til NewYork með „unleaded gasoline“ 37,079.501 mt.
Mikið er um siglingar erlendra skipa um lögsöguna og er nokkuð um að þau telji sig ekki þurfa að senda tilkynningu til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Er því haft samband við skipin og nauðsyn þess brýnd fyrir þeim.
Gasflutningaskipið Arctic Discoverer, mynd Google.