Björgunarmiðstöðin hleypur til styrktar rauðum nefjum
Föstudagur 4. desember 2009
Metþátttaka var í aðventuhlaupi Björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð sem haldið var í hádeginu. Allir þeir sem luku hlaupinu fengu rauð nef og styrktu í leiðinni Dag rauða nefsins sem haldinn er til stuðnings Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF.
Tóku um áttatíu starfsmenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunnar, almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, Neyðarlínunnar og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar þátt í hlaupinu.
Myndir Gunnar Örn Arnarson
Alls tóku um 80 manns þátt í Aðventuhlaupinu
Rauðnefjaði hjólreiðamenn fylgdu hlaupurum eftir
Elías Níelsson frá Slökkviliðinu, Sigurður Ásgrímsson og Marvin Ingólfsson frá
Landhelgisgæslunni sáu um skipulag og framkvæmd hlaupsins með
stuðningi Starfsmannafélags Slökkviliðsins, Starfsmannafélags
Landhelgisgæslunnar og rekstrarfélags Björgunarmiðstöðvarinnar.
Höskuldur Ólafsson tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni lenti í fyrsta sæti
í 7 km klaupi karla.
Jónas Þorvaldsson sprengjusérfræðingur kominn með rautt nef í tilefni dagsins