Vatnsendaskóli heimsækir Landhelgisgæsluna

Mánudagur 7. nóvember 2009

Nemendur úr 6. bekk Vatnsendaskóla komu nýverið í heimsókn til Landhelgisgæslunnar þar sem þau fengu kynningu á starfseminni og tækjakosti hennar. Hófst heimsóknin á Faxagarði þar sem varðskipin liggja við bryggju þegar í höfn er komið, var síðan haldið í flugskýli Landhelgisgæslunnar, stjórnstöð, sjómælingasvið og sprengjudeild. Var mikil ánægja með heimsóknina og fannst krökkunum bæði gaman og fróðlegt að kynnast því sem fer fram innan Landhelgisgæslunnar.

Vatnsendaskoli_Velarrum

Jónas Þorvaldsson sýnir búnað í vélarrúmi varðskipsins

Vatnsendaskoli_hjalmur

Gaman að prófa hjálm þyrluflugmanns

Vatnsendaskoli_Stjornstod

Fylgjast grannt með kynningu varðstjóra í stjórnstöð LHG