Jólaball starfsmannafélagsins í flugskýli Landhelgisgæslunnar
Mánudagur 7. desember 2009
Jólaball starfsmannafélags Landhelgisgæslunnar var haldið á laugardag í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Nauthólsvík. Spennan lá í loftinu þegar dansað var í kring um jólatréð við undirleik Magnúsar Kjartanssonar og söng Elísabetar Ormslev enda var búið að leggja inn beiðni fyrir jólasvein á ballið og beið yngri kynslóðin í ofvæni eftir að einn hinna þrettán bræðra mætti á svæðið.
Þeim varð að ósk sinni, Gáttaþefur Leppalúðason mætti á staðinn með pokann á bakinu og tók Ingó í Veðurguðunum með sér. Skemmtu allar kynslóðir sér konunglega við uppátæki þeirra og skemmtun.
Myndir Gunnar Örn Arnarson.
Fjölmennur dans í kring um jólatréð
Gáttaþefur Leppalúðason seig niður úr þyrlunni.............
................og heilsaði spenntum barnaskara, sumir voru aðeins smeykir
........."ég kann bara jólalög" - sagði Gáttaþefur, hann hafði ekki áður heyrt
lög Ingós og veðurguðanna
Börnin sungu eins hátt og þau gátu og erfitt var að dæma hvort stelpurnar
sungu hærra en strákarnir eða hvort það voru strákarnir sem sungu
hærra en stelpurnar.