Þrír menn fastir á bílþaki í Steinhólsá - þyrla kölluð út

Laugardagur 12. Desember 2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 18:50 beiðni frá Landsstjórn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um þyrlu vegna þriggja manna sem voru á þaki bíls í Steinsholtsá í Þórsmörk. Mikil rigning var á svæðinu, suð-suðaustan hvasst, rigning og þoka í ca. 200-300m. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og fór Líf í loftið kl. 19:28. Þegar þyrlan var komin rétt austur fyrir Þjórsárósa var beiðni um þyrlu afturkölluð. Höfðu mennirnir verið selfluttir af þaki bílsins yfir í annan bíl og þaðan í land heilir á húfi. Var Líf þá snúið við og var lent í Reykjavík kl. 20:22.

Lif