Veiðar færeyskra línu- og handfærabáta á árinu innan lögsögunnar
21. desember 2009
Samkvæmt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafa á árinu allt upp í níu færeysk línuskip verið að veiðum á sama tíma innan hefðbundinna svæða sunnarlega í íslensku lögsögunni. Hafa nú öll skipin nú haldið til síns heima en flest voru skipin í október mánuði með uppgefinn heildarafla 578 tonn. Samkvæmt upplýsingum stjórnstöðvar var heildarafli færeyskra línu og handfærabáta sem tilkynntur var til Landhelgisgæslunnar árið 2009 samtals 5053,057 kg. Alls fóru færeysku bátarnir í 101 veiðiferð á árinu sem skiptast á milli 20 báta. Meðfylgjandi tafla sýnir afla færeysku skipanna milli tegunda:
Blálanga |
133,233 kg. |
Steinbítur |
155,713 kg. |
Hlýri |
43,901 kg. |
Þorskur |
1.098,12 kg. |
Grálúða |
2,028 kg. |
Blandað |
56,966 kg. |
Ýsa |
741,225 kg. |
Stórlúða |
61,671 kg. |
Langa |
976,908 kg. |
Skötuselur |
7,194 kg. |
Ufsi |
357,135 kg. |
Karfi |
132,705 kg. |
Gullkarfi |
1,42 kg. |
Skata |
1,023 kg. |
Keila |
1.281,33 kg. |
Lýsa |
2,487 kg. |
Alls |
5063,057 kg. |
Um árlegar viðræður Íslendinga og Færeyinga um fiskveiðisamninga þjóðanna.
Sjá reglugerð nr. 151, 20. febrúar 2001, um botnfiskveiðar færeyskra skipa í íslenskri fiskveiðilandhelgi.
Töflur sem sýna skiptingu afla erlendra ríkja eftir tegundum og mánuðum bæði aflatilkynningar til Landhelgisgæslunnar og nýjustu löndunartölum er hægt að skoða á síðu Fiskistofu eða hér
Mynd Viðskiptablaðið