Sprengjusérfræðingar eyða dýnamíti á Seyðisfirði

Miðvikudagur 23. desember 2009

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út á mánudag eftir að lögreglan á Seyðisfirði hafði samband við stjórnstöð og tilkynnti um dýnamíttúpur sem fundust í bænum. Erfiðlega gekk að komast til Seyðisfjarðar vegna stórhríðar á Fjarðarheiði. Komust sprengjusérfræðingarnir loks á staðinn eftir hádegi á þriðjudag og fóru með dínamítið til eyðingar fyrir utan bæinn.

NChall_2008_Bilasprengja

Frá sprengjuæfingunni Northern Challenge 2008. Myndasafn LHG