Olíuskip snýr við að ósk varðstjóra LHG þegar komið var á innri siglingaleiðina fyrir Reykjanes

Fimmtudagur 11. janúar 2009

Um síðastliðna helgi höfðu varðstjórar Landhelgisgæslunnar samband við olíuskipið Futura sem er 16 þúsund brúttótonn að stærð og var komið á innri siglingaleiðina fyrir Reykjanes. Var skipið upplýst um að það hefði átt að fara ytri siglingaleiðina fyrir Reykjanes vegna stærðar skipsins og farms (sjá nánar heimasíðu
Siglingastofnunar og reglugerð um afmörkun siglingaleiða, svæði sem ber að forðast og tilkynningaskyldu skipa fyrir Suðvesturlandi).

Var vaktahafandi stjórnanda skipsins einnig tilkynnt að réttum yfirvöldum eða Siglingastofnun verði send tilkynning um málið. Spurði þá stjórnandi skipsins hvort hann eigi þá að snúa við og fara ytri leiðina? Var honum sagt að gera það. Sneri þá Futura við í innri rennunni og hélt ytri leiðina fyrir Reykjanes.

Futura-oliuskip

Mynd; www.shipfoto.co.uk