Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna bílslyss

  • TFLIF_2009

Sunnudagur 17. janúar 2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 16:58 eftir að beiðni kom frá Neyðarlínunni um aðstoð hennar við að flytja tvo einstaklinga sem slösuðust í bílslysi vestan við Grundarfjörð.

Þyrla og sjúkrabíll mættust kl. 17:38 á Kaldárbakkaflugvelli sem er vestan við Eldaborgarhraun. Voru hinir slösuðu fluttir um borð í þyrluna sem lenti við Landspítalann í Fossvogi 18:30.