Óskað eftir aðstoð Sifjar við leit að ísbirni í Þistilfirði

  • SIF_FlugSjo1

Miðvikudagur 27. janúar 2009

Landhelgisgæslunni barst kl. 14:57 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð við leit að ísbirni sem sást til í Þistilfirði.

Sif, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar var við eftirlit á miðunum undan Norð-Austurlandi þegar beiðnin barst og hélt vélin á svæðið til að svipast um eftir ísbirninum. Kl. 1547 upplýsti lögreglan á Húsavík að ekki væri þörf á frekari aðstoð þar sem búið væri að fella dýrið, skammt NA-af Bænum Flögu, niður við sjó.

Vonast er til að Sif nýtist vel við leitina en vélin býr yfir öflugri infrarauðri myndavél sem bæði getur tekið myndir frá hlið og beint fram, jafnt að nóttu sem degi. Með þessari tækni er hægt að hafa yfirsýn og greina viðfangsefni með ótrúlegri nákvæmni. Einnig er vélin búin mjög öflugum 360 gráðu radar sem getur greint skip í allt að 200 sjómílna fjarlægð og tegund þeirra í 40 sjómílna fjarlægð.