Reynt eftir öllum leiðum að komast að nýju í samband við íslenska starfsmenn Landhelgisgæslunnar

Sunnudagur 28. Febrúar kl. 18:05

Enn er unnið að því að koma íslenskum starfsmönnum Landhelgisgæslunnar, þeim Ragnari Ingólfssyni og Unnþóri Torfasyni heim frá Chile. Þær upplýsingar hafa fengist að reynt verði að opna flugvöllinn í Concepcion á morgun, mánudag kl. 11:30 að staðartíma eða kl. 14:30 að íslenskum tíma. Nú er ekki víst að það takist en eftir sem áður verður reynt að sæta lagi við að koma þeim í flug.

Vitað er að Unnþór á pantað far frá Concepcion til Santiago á morgun, mánudag og þaðan til Buenos Aires í Argentínu en þangað var hann á leið í frí. Vonir standa til að hann geti haldið þeirri ferðaáætlun sinni og hugsanlega komist Ragnar sömu leið.

Eftir sem áður hefur Landhelgisgæslan keypt farmiða fyrir þá báða frá Concepcion til Santiago á morgun, mánudag kl. 14:20 að staðartíma og þaðan til New York kl. 21:05.

Þá voru að berast rétt í þessu upplýsingar um íslenska konu í Santiago sem er í góðu yfirlæti í húsnæði sínu og með síma- og tölvutengingar nokkuð vel virkar. Hún heitir Harpa Elín og er tilbúin til að aðstoða okkur eftir bestu getu. Hefur hún fengið send símanúmer og helstu upplýsingar um Ragnar og Unnþór.

Sími Hörpu Elínar er: 00 56 9951 888 386
Heimilisfangið er: Neveria 5160 9. hæð
Las Condes Santiago
Netfangið er: harpaelin@gmail.com

Þá hefur bandaríska sendiráðið ítrekað að sendiráð þeirra í Santiago muni aðstoða Unnþór og Ragnar ef þörf er á. Meðfylgjandi er heimilisfang þess:

Address: Av. Andrés Bello 2800,
Las Condes,
Santiago, Chile
Switchboard: (56-2) 330-3000
Fax: (56-2) 330-3710, 330-3160
Email: infousa@state.gov
Embassy hours: 8:30 a.m. - 5 p.m.

Búið er að virkja tengingar við breska sjóherinn til að reyna að ná sambandi við chileanska sjóherinn til að fá upplýsingar um ástand á svæðinu.

Ekki hefur tekist að koma skilaboðum til Ragnars og Unnþórs um farmiðana né þessa konu sem tilbúin er til að aðstoða ef þarf. Ef heyrist frá þeim eða komist verður í samband við þá gegnum netið er áríðandi að þessum skilaboðum verði komið til þeirra.

Rétt í þessu bárust upplýsingar um að skipasmíðastöðin væri ónýt en varðskipið Þór væri á floti í flotkvínni. Ísfélagsskipið stendur uppi en hafrannsóknarskip sem var þar við hliðina er horfið og líklegast sokkið. Ekki er fært um borð í Þór og því ekki vitað nánar um ástand skipsins en svæðið er allt lokað og talið hættulegt enn sem komið er. Forsvarsmenn skipasmíðastöðvarinnar eru að meta stöðu mála í samráði við tryggingarfélög sín.

Samkvæmt ofangreindu er lítið annað hægt að gera en bíða og sjá hver framvindan verður á næstu klukkutímum.