Æfingar Ægis með danska varðskipinu Ejnar Mikkelsen

  • Afing_med_p_571_28022010_(18)

Föstudagur 12. mars 2010

Nýlega var haldin sameiginleg æfing varðskipsins Ægis og danska varðskipsins Ejnar Mikkelsen (hér eftir P-571) við Færeyjar. Var æfingin liður í samkomulagi sem undirritað var við danska sjóherinn árið 2007 um nánara samstarf er varðar leit, eftirlit og björgun á Norður- Atlantshafi. Í því felst m.a. sameiginlegar æfingar og þjálfun með einingum danska sjóhersins við Færeyjar og Grænland.

Æfingin með Ejnar Mikkelsen/P-571 var í nokkrum liðum. Byrjaði P-571 á því að draga Ægir inn til Runavíkur. Þar tók hann Ægir á síðuna og fór með hann upp að bryggju. Var þá farið í köfunaræfingu en einnig voru varðskipin til sýnis fyrir áhafnarmeðlimi sem ekki sinna köfun. Skiptu áhafnirnar svo liði í kvöldmat þar sem nokkrir úr áhöfn Ægis borðuðu með Dönum og nokkrir frá þeim borðuðu með áhöfn Ægis. Að því loknu héldu bæði skipin frá bryggju og æfingarnar héldu áfram. Ægir tók P-571 á síðuna og sigldi með hann frá landi. Næst dró Ægir P-571 áleiðis til Þórshafnar. P-571 var svo sleppt og æfingunni þar með lokið.

Ágætt veður var meðan á æfingunni stóð en þegar líða tók á daginn fór að snjóa. Eftir kvöldverð þegar Ægir tók Ejnar Mikkelsen/P-571 á síðuna og í tog var unnið við mjög þröngar aðstæður í myrkri og lélegu skyggni.

Æfingarnar og öll samskipti milli áhafna skipanna þóttu takast með besta móti og voru allir

sem að máli komu mjög ánægðir með daginn. Æfingar sem þessar eru nauðsynlegar í starfi Landhelgisgæslunnar og samæfingar milli björgunaraðila skila sér þegar á reynir.

Myndir eru teknar af : Áhöfn Ægis, þeim Guðmundi St. Valdimarssyni bátsmanni, Óskari Á. Skúlasyni háseta, Rafni S. Sigurðssyni háseta og Einari Hansen vélstjóra.

Afing_med_p_571_28022010

Ejnar Mikkelsen kemur að Ægi til að taka hann í tog

Afing_med_p_571_28022010_(1)

Áhöfn Ejnar Mikkelsen tilbúin að skjóta línu yfir í Ægi

Afing_med_p_571_28022010_(2)

Áhöfn Ægis tekur á móti dráttartauginni.

Afing_med_p_571_28022010_(3)

Dráttartaugin dregin á milli.

Afing_med_p_571_28022010_(4)

Augað á dráttartauginni  komið yfir

Afing_med_p_571_28022010_(5)

Ejnar Mikkelsen dregur Ægir

Afing_med_p_571_28022010_(6)

Einar H. Valsson skipherra fylgist með Ejnar Mikkelsen draga skip sitt.

Afing_med_p_571_28022010_(7)

Ejnar Mikkelsen tekur Ægir á síðuna

 

Afing_med_p_571_28022010_(8)Komnir saman og búið að setja fast.

Afing_med_p_571_28022010_(9)

Ejnar Mikkelsen lagður af stað með Ægir á síðunni áleiðis til Runavíkur

Afing_med_p_571_28022010_(10)

Ejnar Mikkelsen leggur Ægi upp að bryggju í Runavík

Afing_med_p_571_28022010_(11)

Troels Sundwall  skipherra Ejnar Mikkelsen óskar eftir að fá að koma um borð í Ægi.

Afing_med_p_571_28022010_(12)

Einar H. Valson skipherra Ægis tekur á móti Troels Sundwall  skipherra P-571

Afing_med_p_571_28022010_(13)

Einar skipherra Ægis, Troels Sundwall  skipherra Ejnar Mikkelsen og Søren bátsmaður E.M.  ræða framhald æfingarinnar.

Afing_med_p_571_28022010_(14)

Kafararnir halda af stað til æfingarinnar á SAR 2 bát frá Ejnar Mikkelsen. Kafarar Ægis, Óskar Á. Skúlason, Sævar M. Magnússon hásetar og gestakafari Einar Hansen vélstjóri.

Afing_med_p_571_28022010_(15)

Köfunarstaðurinn. Farið var niður í gegnum þrönga holu.

Afing_med_p_571_28022010_(16)

Þar var komið inn í helli,

Afing_med_p_571_28022010_(17)

Kafað var í gegnum hellinn.

Afing_med_p_571_28022010_(18)

 Farið var út úr hellinum á öðrum stað

Afing_med_p_571_28022010_(19)

Kafarar Ægis bregða á leik fyrir ljósmyndarann.

Afing_med_p_571_28022010_(20)

Kafarar Ægis koma til baka eftir æfinguna.

Afing_med_p_571_28022010_(21)

Hluti áhafnar Ægis sem skoðaði Ejnar Mikkelsen Frá vinstri. Ragnar I. Gunnarsson háseti, Gunnar Kristjánsson háseti, Einar H. Valsson skipherra, Guðmundur R. Magnússon stýrimaður, Snorre Greil stýrimaður, Birkir Pétursson smyrjari og bátsmaður Ejnar Mikkelsen

 Afing_med_p_571_28022010_(22)

Ægir og Ejnar Mikkelsen við bryggju í Runavík.

Afing_med_p_571_28022010_(23)

Áhöfn Ægis undirbýr að taka Ejnar Mikkelsen á síðuna.

Afing_med_p_571_28022010_(24)

Komið aðEjnar Mikkelsen

Afing_med_p_571_28022010_(25)

Ejnar Mikkelsen tekin í tog.

Afing_med_p_571_28022010_(26)

 Áhöfn Ægis vinnur við dráttartaugina.