TF-SIF við eftirlit á suðausturmörkum lögsögunnar - Eyjafjallajökull skoðaður með jarðvísindamönnum

  • sif_LANDEHOFN-003

Föstudagur 19. mars 2010

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar hefur í vikunni flogið reglulega yfir Eyjafjallajökul vegna jarðhræringa á svæðinu. Jarðvísindamenn hafa verið með í för, jökullinn skoðaður og myndir teknar.  Ennþá er í gildi óvissustig sem Almannavarnir gáfu út föstudaginn 4. mars.

Á vef Almannavarna segir að óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Á þessu stigi hefst samráð milli almannavarna og þeirra stofnana sem málið varðar. Athuganir, rannsóknir, vöktun og mat er aukið og er flug með TF-SIF liður í því ferli. Atburðurinn er skilgreindur og hættumat framkvæmt reglulega til að meta stöðuna hverju sinni.

Þess má geta að í einu fluginu var flogið yfir Landeyjahöfn (Bakkafjöruhöfn)  og hún skoðuð úr 1048 feta hæð. Nánar um hafnargerðina á heimasíðu Vegagerðarinnar

SIF-LANDEHOFN-004