Eftirlitsflugvélin TF-SIF sannar getu sína við eldsumbrotin á Fimmvörðuhálsi

  • Eyjafjradar3

Sunnudagur 21. mars 2010

Við eldgosið á Eyjafjallajökli slíðastliðna nótt sýndi og sannaði eftirlitsflugvélin TF-SIF hversu nauðsynlegt er fyrir Landhelgisgæsluna að hafa yfir að ráða öflugri flugvél þegar íslensku náttúruöflin láta á sér kræla. TF-SIF er mjög vel búinn til eftirlits og leitarstarfa, hvort sem er að nóttu sem degi. Meðfylgjandi eru myndir sem teknar eru með radar vélarinnar snemma í morgun úr uþ..b. 7200 feta hæð. Á föstudag fóru jarðvísindamenn með flugvélinni og var þá Eyjafjallajökull myndaður frá öllum hliðum. Voru þá engin merki um gosóróa.

Eyjafjjokull2gos

Hún er búin mjög öflugri eftirlits og leitarratsjá en við eldgos og aðrar rannsóknir á yfirborði lands og sjávar er notuð virkni sem kallast „Spot SAR mode“ en þá er loftneti radarsins beint að viðkomandi svæði og á nokkrum sekúndum teiknar hann upp útlínur viðfangsefnisins að yfirborði þess svæðisins. Á sjó er þessi stilling til dæmis notuð til að greina tegund skips í allt að 150 sml. fjarlægð. Kortlagning radarsins á yfirborði lands gefur möguleika við eldsumbrot, við leit að farartækjum á landi, t.d. á jöklum og t.d. til að skoða mannvirki eins og flóðgarða eða vegi í kjölfar náttúruhamfara. Með þessu móti nýtist ratsjáin einnig vel til kortlagningar og greiningar á hafís og mengun.

EyjafjallajokullGos

Einnig er um borð hitamyndavél, AIS, mengunarratsjá, upptökutæki sem og öflugur fjarskiptabúnaði. Auk þess eru í vélinni björgunabátar og björgunarbúnaður til að varpa út á flugi. Allur eftirlitsbúnaðurinn er samhæfður í tölvukerfi sem kallað er MMS (Mission Managment System) sem m.a. aðstoðar við úrvinnslu og samhæfingu þeirra gagna sem safnað er. Allt sem sést á ratsjám og myndavélum auk allra fjarskipta er tekið upp og hægt að endurspila á meðan á flugi stendur eða að loknu flugi. Tvær vinnustöðvar eru um borð en frá þeim er öllum eftirlits og leitarbúnaði vélarinnar stjórnað. Í flugstjórnarklefanum eru tveir skjáir sem gera flugmönnunum kleift að sjá myndir af eftirlitsratsjám og myndavélum.

Eyjafjradar3

TF-SIF kom til landsins í byrjun júlí 2009 og leysti af hólmi TF-SYN sem hafði þjónað Landhelgisgæslunni síðan 1975. Með tilkomu TF-SIF er brotið blaði í sögu eftirlits- og björgunarstarfa við Ísland.

Eyjafjradar5

Eyjafjradar4

Eyjafjjokull19032010

Mynd sem tekin í eftirlitsflugi á föstudag úr 5938 feta hæð.