Gögn frá eftirlitsflugvélinni TF-SIF sýna að virkni gosstrókanna hefur nokkuð breyst frá í morgun

  • SIF_eftirlit

Sunnudagur 21. mars 2010 kl. 23:10

Eftirlitsflugvélin TF-SIF lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 21:50 í kvöld eftir að hafa flogið í um klukkustund yfir gossvæðið á Fimmvörðuhálsi, milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Notuð var eftirlits- og leitarratsjá flugvélarinnar til að mæla hvort breytingar hafi orðið á yfirborði svæðisins frá flugi TF-Sifjar í morgun.

Að sögn jarðvísindamanna sem voru með í för hefur virkni gossins nokkuð breyst frá því í morgun en þá voru um 15 minni gosstrókar í sprungunni en nú er um er að ræða sex aðalstróka og fjóra minni sem virðast kraftmeiri. Sprungan hefur styst frá í því morgun og er um að ræða meiri kraft á minna svæði. Kvikustrókarnir rísa nú í allt að 100 - 150 m hæð. Hraunrennslið hefur verið í um 1 km til NA en óljóst með rennsli hrauns í NV.

Á meðfylgjandi myndum sem teknar voru úr ratsjá flugvélarinnar má sjá hraun sem rennur til norðausturs og fýkur úr strókunum til norðurs.

MorgunIMG_7575

Hér má sjá mynd sem var tekin í flugi TF-Sifjar kl. 06:00 á sunnudagsmorgun.
Fleiri strókar á lengra svæði.

KvoldEOW-20100321-205601-0000-011

Hér má smá mynd sem var tekin kl. 20:55 og sýnir færri stróka sem rísa hærra.

kvoldEOW-20100321-205636-0000-013

Hér má sjá hraun sem rennur til austurs.

kvoldEOW-20100321-210519-0000-019

Úr strókunum fýkur til norðurs.

ferill_TF_SIF_21032010

Varðskipið Týr er statt við Vestmannaeyjar og fylgdust þeir með flugi TF-Sifjar með AIS (Automatic information system) sem er í flugvélinni og sendu þetta kort sem sýnir flugleið TF-Sifjar. Smellið á kort til að stækka.

AhofnEldgos_mars2010_049

Halldór Nellet, framkvæmdastjóri Aðgerðasviðs með áhöfn TF-Sifjar þeim
Guðmundi Emil Sigurðssyni, yfirstýrimanni, Friðrik Höskuldssyni, yfirstýrimanni,
Hafsteini Heiðarssyni flugmanni og Benóný Ásgrímssyni flugstjóra.

RagnaArnadEldgos_009

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra kemur úr fluginu.

MagnusTumiEldgos_mars2010_016

Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur útskýrir eðli gossins fyrir
Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, Georg Kr. Lárussyni, forstjóra
Landhelgisgæslunnar, Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og
fréttakonu sem var með í för.

Eldgos_Georgmars2010_011

Georg fenginn í viðtal

Eldgos_vidtal3mars2010_029
Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, Georg Kr. Lárusson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar og HaraldurJohannessen ríkislögreglustjóri ræða
við fréttamenn.