Gögn úr eftirlitsbúnaði TF-SIF bylting fyrir vísindamenn

  • 12mb__IB_7676

Miðvikudagur 25. mars 2010

TF-SIF flaug í dag yfir gossvæðið á Fimmvörðuhálsi með jarðvísindamenn og veðurfræðinga. Auk þeirra komu þingmenn Suðurkjördæmis í flugið þau Atli Gíslason, Árni Johnsen, Margrét Tryggvadóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Robert Marshall og Unnur Brá Konráðsdóttir ásamt Stefán Eiríksson lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu með í flugið. Kynntu þau sér eftirlitsbúnað í TF-SIF og hvernig gögn vélarinnar styðja við vinnu jarðvísindamanna.

Að sögn jarðvísindamanna hefur nákvæm kortlagning við útbreiðslu hrauna ekki verið möguleg hér á landi fyrr nú með gögnum úr eftirlitsbúnaði TF-SIF. Síðustu sólarhringa hefur vinnslan farið fram nokkurn veginn jafnóðum og hlutirnir gerast, óháð veðri. Ekki hafa enn fengist gervitunglamyndir af svæðinu vegna skýjafars. Búið er að vinna úr radarmyndum frá TF-SIF og setja yfir landakort með frábærum árangri. Á vef jarðvísindastofnunar má sjá þróun gossins. Eru uppýsingarnar m.a. byggðar á gögnum frá TF-SIF. Sjá hér.

12mb__MG_2686
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur fylgist með skjánum hjá
Vilhjálmi Óla Valssyni stýrimanni.


Hvað varðar samanburð við gervitunglamyndir þá segja jarðvísindamenn að helsti kostur gagna úr TF-SIF sé sá að myndirnar berast mjög títt og auðvelt er að staðsetja þær. Það sem bestu gervitunglaradarmyndir bjóða upp á er í raun skýrari myndir en þær eru teknar undir stærra horni sem getur einnig verið ókostur.

12mb__IB_7676

Ógleymanleg sjón

12mb__MG_2658
Róbert Marshall og Unnur Brá Konráðsdóttir virða fyrir sér gosstöðvarnar

Eldgos_mars2010_007

Auðunn F. Kristinsson, yfirstýrimaður, Friðrik Höskuldsson og Vilhjálmur
Óli Valsson stýrimenn fara yfir flugáætlunina með flugmönnum

Eldgos_mars2010_004

Benóný Ásgrímsson flugstjóri, Hafsteinn Heiðarsson flugmaður ásamt
Vilhjálmi Óla Valssyni stýrimanni skipuleggja flugið.

Eldgos_mars2010_058

Gestir hlýða á Auðunn F. Kristinsson yfirstýrimann fara yfir flugáætlunina

Eldgos_mars2010_032

Stefán Eiríksson lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ásamt
Ragnheiði Elínu Árnadóttur og Unnur Brá Konráðsdóttir

Eldgos_mars2010_035

Vísindamenn bera saman bækur sýnir, Svanhildur Sverrisdóttir
starfsmannastjóri fer yfir farþegalistann.

Eldgos_mars2010_015

Róbert Marshall og Margrét Tryggvadóttir fá sér kaffi fyrir flug

Eldgos_mars2010_019

Atli Gíslason og Stefán Eiríksson glaðir í bragði

ArniJ

Árni Johnsen kemur úr fluginu, Auðunn F. Kristinsson yfirstýrimaður kveður

IMG_2680

Hópurinn í flugskýli Landhelgisgæslunnar

SIF_mars2010_085

TF-SIF leggur af stað í flugið