Nemar lögregluskólans við þjálfun um borð í v/s TÝR

Mánudagur 29. mars 2010

Nýverið komu lögregluskólanemar um borð í v/s TÝ til þjálfunar. Hópurinn taldi 27 nema, þar á meðal voru tveir nemar frá Noregi og tveir frá Finnlandi auk þriggja leiðabeinanda.

Æfð var notkun björgunarbúnaðar og sjóbjörgun bæði frá skipi og léttbátum, fjörulending, sigling og umgengni léttbáta og uppganga í skip, ferðlaust og á ferð.

Að æfingu lokinni var hópurinn hífður upp í þyrlu og þeim skutlað í land.

Þjálfunin gekk vel í alla staði þrátt fyrir hvassviðri og vindbáru.

TY23-03-2010_206

Gunnar Páll Baldursson háseti leiðbeinir lögreglunemum við siglingu Valiant-léttbáts

TY23-03-2010_223

Magnús Örn Einarsson stýrimaður uppfræðir hópinn.

TY23-03-2010_236

Ánægður hópur lögreglunema og leiðbeinanda í lok dags.

TYR23-03-2010_180

 Nokkrir nemar nýta stund milli stríða og fá sér kaffisopa í þyrluskýlinu.

TY23-03-2010_257
Jóhannes Fr. Ægisson háseti heldur í tengilínuna. 
Í lykkjunni eru Vilhjálmur Ó. Valsson stýrimaður og lögreglunemi.